433

Buffon kveður Juventus – Gæti farið í annað lið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 09:50

Gianluigi Buffon markvörður Juventus hefur ákveðið að kveðja félagið eftir 17 ár hjá félaginu. Síðasti leikur hans verður um helgina.

Buffon hefur verið einn besti markvörður í heimi í fjöldamörg ár.

Buffon íhugar nú hvað hann gerir næst. Hann segist vera með tilboð um að halda áfram í boltanum.

Wojciech Szczęsny mun taka við stöðu Buffon í marki Juventus en Juventus er besta lið Ítalíu og hefur verið síðustu ár.

Buffon gæti farið út í þjálfun en hann mun taka ákvörðun um þetta í næstu víku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018