433

Arteta á fund hjá Arsenal í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 10:46

Sky Sports segir frá því í dag að Mikel Arteta þjálfari hjá Manchester City fari á fund hjá Arsenal í dag.

Arteta er sá maður sem er líklegastur til að taka við starfi Arsene Wenger.

Arteta var í fimm ár sem leikmaður Arsenal áður en hann fór í skóla Pep Guardiola.

Arteta hefur í tvö ár verið aðstoðarmaður Guardiola og ætti að hafa lært mikið.

Arteta hefur hins vegar ekki neina reynslu af því að stýra liði og það er því áhætta í þessari ráðningu, ef að henni verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af