433

Þetta er hinn fullkomni framherji að mati Thierry Henry

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 10:45

Að mati Thierry Henry sérfræðings Sky Sports er Roberto Firmino framherji Liverpool hinn fullkomni framherji.

Firmino var magnaður með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í ár.

,,Hreyfingar hans, vinnusemi, hvernig hann lætur varnarmenn hafa fyrir því til að opna svæði fyrir Mo Salah er magnað,“ sagði Henry.

,,Firmino er sá framherji í ensku úrvalsdeildinni sem kemst næst því að vera hinn fullkomni framherji.“

Firmino krotaði undir nýjan samning við Liverpool á dögunum.

,,Ég er ekki að tala um þann sem er bestur að klára færin eða leggur sig mest fram, ég er að tala um allan pakkann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018