433

Þessir tveir eru efstir á óskalista Pochettino í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 12:20

Mauricio Pochettino stjóri Tottenham vill styrkja hóp sinn í sumar og reyna að vinna titla á næstu leiktíð.

Pochettino hefur unnið gott starf hjá Spurs en stuðningsmenn félagsins þrá titla.

Ensk blöð segja frá því í dag að Anthony Martial sóknarmaður Manchester United sé ofarlega á lista Pochettino.

Martial er ósáttur með spilatíma sinn hjá United og gæti Tottenham leyft honum að spila meira.

Þá vill Pochettino fá Ryan Sessegnon vinstri bakvörð Fulham en búist er við að Danny Rose fari í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af