433

Sjáðu atvikið – Payet grét er hann gekk meiddur af velli

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:31

Dimitri Payet, leikmaður Marseille, var í byrjunarliði liðsins í kvöld gegn Atletico Madrid.

Um er að ræða úrslitaleik Evrópudeildarinnar en Atletico leiðir 1-0 eftir mark Antoine Griezmann.

Payet var tæpur fyrir leikinn í kvöld en byrjaði samt en þurfti að fara af velli eftir aðeins 30 mínútur.

Þessi fyrrum leikmaður West Ham grét er hann gekk af velli í dag og var skiljanlega mjög sár.

Franski landsliðshópurinn fyrir HM verður kynntur á morgun og er útlit fyrir að Payet verði ekki með.

Þetta má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af