433

Shaqiri: Ég er of góður fyrir þessa deild

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:47

Xherdan Shaqiri, leikmaður Stoke, mun ekki spila með liðinu í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Shaqiri er talinn vera besti leikmaður Stoke en hann á að baki leiki með Bayern Munchen og Inter Milan.

Svissnenski landsliðsmaðurinn mun færa sig um set í sumar en hann telur sig vera of góðan fyrir næst efstu deild.

,,Auðvitað er það sorglegt, að við séum fallnir. Ég og allir  aðrir börðumst fyrir því að þetta myndi ekki gerast,“ sagði Shaqiri.

,,Ég tel það ekki möguleika að vera hér áfram. Ég þarf að spila í sterkari deild. Þessi er ekki nógu góð fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018