433

Sagt að um 90 prósent líkur séu á að Arteta taki við Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 12:40

Arsenal virðist vera nálægt því að ganga frá ráðningu á Mikel Arteta sem næsta stjóra félagsins.

Arteta lék með Arsenal í fimm ár en hefur síðustu tvö ár verið í þjálfarateymi Pep Guardiola hjá Manchester City.

Arsene Wenger hefur stýrt sínum síðasta leik en hann var stjóri Arsenal í 22 ár.

Samkvæmt enskum blöðum hafa leikmenn Arsenal fengið þau skilaboð að 90 prósent líkur séu á að Arteta taki við.

Um var að ræða áhugavert skref hjá Arsenal að taka inn stjóra sem hefur ekki neina reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018