fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Sænskur markvörður í Þór/KA

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Þórs/KA hafa gengið frá samningi við sænskan markvörð, Johönnu Henrikssen. Hún er fædd 1994 og er væntanleg til landsins á allra næstu dögum. Hún hefur nú þegar fengið keppnisleyfi með liðinu.

Johanna var síðast á mála hjá kýpverska félaginu Appollon Limassol, en þangað kom hún eftir að hafa verið varamarkvörður hjá sænska félaginu Kristianstad DFF sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Árin 2013-2016 varði hún mark Lindsey Wilson College í Kentucky í Bandaríkjunum, en þar spilaði hún 80 leiki og var fyrirliði á lokaárinu sínu þar. Áður hafði hún verið hjá Qviding FIF (2012-2013) og Dalsfjöfors GOIF/Byttorps IF (2009-2011).

Johanna er öflugur markvörður með marga góða eiginleika og meðmæli frá færum þjálfurum.

„Ég er virkilega ánægður að vera búinn að ganga frá þessu og tel að við séum komin með frábæran markvörð. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í liðið og hvernig hún stendur sig. Við þurftum á öflugum markverði að halda því verkefnin framundan eru bæði mörg og krefjandi. Johanna hefur til að bera marga góða eiginleika sem ég vil sjá hjá markverði, mikill liðsmaður, lætur vel í sér heyra og er bæði líkamlega og tæknilega sterkur markvörður,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir að gengið hafði verið frá samningum við Johönnu.

Krefjandi verkefni og annasamt sumar

Eftir að Helena Jónsdóttir, markvörður sem kom aftur í Þór/KA í upphafi árs, meiddist alvarlega í úrslitaleik Lengjubikarsins í lok apríl, leitaði liðið aftur til Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, en hún varði mark Þórs/KA í fyrra og átti sinn þátt í góðu gengi liðsins. Bryndís Lára er í háskólanámi, er búsett fyrir sunnan og hafði ákveðið að snúa sér að annarri íþróttagrein. Hún getur því ekki verið 100% með liðinu eins og þörf er á, en hún hljóp í skarðið í fyrstu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í vor og fékk aðeins á sig eitt mark. Sara Mjöll Jóhannsdóttir, sem verið hefur varamarkvörður liðsins og kom á eftirminnilegan hátt inn í úrslitaleik Lengjubikarsins þegar Helena meiddist, er á leið utan til náms í ágúst.

Verkefnin framundan hjá Þór/KA eru bæði mörg og krefjandi. Liðið hefur nú þegar unnið tvo titla á þessu ári og stefnir að sjálfsögðu að því að vinna stóru titlana tvo, Íslands- og bikarmeistaratitlana. Það eitt er mikið verkefni og erfitt, en auk þess tekur liðið þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, fjögurra liða riðli sem spilaður verður í ágúst. Í ljósi alls þessa fóru þjálfari og stjórn Þórs/KA á fullt við að leita að nýjum aðalmarkverði og tókst að finna frábæran og spennandi markvörð og ganga frá samningum á lokadegi félagaskipta, 15. maí. Johanna Henriksson hefur nú þegar fengið keppnisleyfi með Þór/KA og mun því væntanlega verja mark liðsins í heimaleiknum gegn KR miðvikudaginn 23. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar