433

Rólegt sumar hjá City – Eiga ekki peninga í mikla eyðslu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 09:38

Manchester City á minna af fjármunum en fólk heldur, þetta segir Pep Guardiola stjóri félagsins.

Guardiola heur eytt 450 milljónum punda í leikmenn á tveimur árum. Nú er hins vegar að róast.

Hann ætlar að versla í mesta lagi tvo leikmenn í sumar.

,,Þegar fólk segir að við höfum verið að eyða miklu, þá hefur það rétt fyrir sér. Við höfum eytt miklu, við munum eyða miklu minna í framtíðinni,“ sagði Guardiola.

,,Í stað þess að fara í okkar breytingar í þremur eða fjórum gluggum þá gerðum við þetta í einum. Við urðum að gera það út af aldri hópsins.“

,,Yaya fer núna og við munum fylla hans skarð, þetta verður einn eða tveir leikmenn í sumar.“

,,Fólk trúir mér ekki en við höfum ekki peningana í að eyða 300 milljónum punda á hverju ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af