433

,,Marcelo er dauðhræddur við Salah“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 21:00

Egypska goðsögnin Mohamed Aboutrika, hefur fulla trú á að Liverpool geti unnið Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Aboutrika telur að Mohamed Salah geti gert gæfumuninn og segir að bakvörður Real, Marcelo, sé dauðhræddur við sóknarmanninn.

,,Liverpool á góðan möguleika á að vinna Meistaradeildina gegn Real Madrid,“ sagði Aboutrika.

,,Ég sá hvað Salah getur gert við Marcelo á Ólympíuleikunum. Ég spilaði með Egyptalandi gegn Brasilíu. Marcelo er dauðhræddur við Salah.“

,,Ég sá það sama í Meistaradeildinni þegar Roma mætti Real Madrid.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018