fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Líkir Óla Jó við Sir Alex Ferguson – ,,Hann stýrir umræðunni eins og Ferguson“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals fær mikinn og góðan lofsöng í hlaðvarpsþætti Vals. Tómas Þór Þórðarson útvarpsmaður heldur mikla og góða ræðu um Ólaf.

Tómas líkir Ólafi við Sir Alex Ferguson gamla stjóra Manchester United. Segir að hann geri hlutina betur en aðrir á mörgum sviðum.

,,Málið er með Ólaf Jóhannesson, hann er að taka yfir þessa deild. Ég er búinn að vera að pæla í þessu, ég gæti ekki verið meira hrifinn af neinum í þessari deild eftir endurkomu hans til Vals og í Pepsi deildina,“ sagði Tómas í Hlaðvarpsþættinum.

,,Mér finnst hann geggjaður, hann er kominn á einhverja minni útgáfu af Ferguson stigi í þessari deild. Ef við tökum frá 1992, Heimir GUðjónsson með fimm titla. Bjarni Jó er með tvo, svo er Skaginn með Gauja Þórðar. Óli Jó er með þrjá Íslandsmeistaratitla með FH og bikarmeistaratitil. Hann byggði upp lið hjá FH sem tók yfir íslenskan fótbolta, vinnur bikar, bikar og Íslandsmeistaratitil með Val. Á síðustu sjö árum í efstu deild hefur hann unnið sjö Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.“

,,Ég gagnrýndi hann mikið með landsliðið, mér fannst hann geggjaður hjá FH og geggjaður hjá Val. Það er ekki bara fótboltinn sem hann vill spila, hann vill spil sóknarbolta, hann vill vinna með stæl. Stundum þarf að gera þetta ljótt, þá er það gert. Leikmenn vilja spila fyrir hann, síðan hvað hann gerir utan vallar.“

Hann líkir Ólafi við Ferguson í allri þeirri umræðu sem er utan vallar.

,,Svolítið eins og Ferguson, bombar bara út einhverjum hlutum og kemst upp með það. Heldur öllum í skefjum með skemmtilegu sálfræðistríði, er með klukkuna eins og Ferguson. Það er fullt af mönnum sem geta unnið titil, þú þarft að vera eitthvað annað. Þú þarft að vera með eitthvað óútskýrt, með eitthvað annað en hinir hafa.“

,,Það er ekki bara frá keilu til keilu, það er meira en það sem gerist á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þetta. Óli stýrir umræðunni eins og Ferguson, það er frábær hluti fyrir Val. Þetta er það sem leikmennirnir sjá og heyra.“

Hlusta má á hlaðvarpsþátt Vals í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls