fbpx
433

Klopp sagði Alexander-Arnold að hann væri á leið á HM

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 21:30

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði Trent Alexander-Arnold frá því að hann væri í enska hópnum fyrir HM í Rússlandi.

Alexander-Arnold var í dag valinn í 23-manna hóp Englands en það var Klopp sem fékk að færa honum fregnirnar.

,,Það var ótrúleg stund fyrir mig þegar ég fann út að ég væri að fara á HM. Sérstaklega svona ungur að aldri,“ sagði Alexander-Arnold.

,,Ég komst að þessu á miðvikudaginn áður en við fórum til Marbella. Stjórinn talaði við mig þegar við vorum að fara í flugvélina.“

,,Hann spurði mig hvort ég vissi eitthvað um hópinn og ég svaraði neitandi. Hann spurði mig svo hvort ég væri með eitthvað planað þegar HM væri í gangi. Ég sagði nei.“

,,Hann sagði mér þá að ég væri í hópnum og ég fylltist af stolti. Það var fallegt af Englandi að leyfa stjóranum að segja mér frá þessu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Özil bætti met Klinsmann og Rösler – Kominn á toppinn

Özil bætti met Klinsmann og Rösler – Kominn á toppinn
433
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að fjölmiðlar séu að reyna að rústa sambandi sínu við Messi

Segir að fjölmiðlar séu að reyna að rústa sambandi sínu við Messi
433
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði aldrei yfirgefið Arsenal hefði Wenger verið um kyrrt

Hefði aldrei yfirgefið Arsenal hefði Wenger verið um kyrrt
433
Fyrir 16 klukkutímum

Lukaku viðurkennir vandræði – ,,Þekkjumst ekki nógu vel“

Lukaku viðurkennir vandræði – ,,Þekkjumst ekki nógu vel“
433
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo mættur aftur á Old Trafford

Ronaldo mættur aftur á Old Trafford
433
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vildi ekki vera áfram – ,,Getum ekki farið að grenja yfir þessu“

Ronaldo vildi ekki vera áfram – ,,Getum ekki farið að grenja yfir þessu“
433
Fyrir 20 klukkutímum

Valsmenn fá frábær tíðindi – Hedlund verður næstu tvö árin

Valsmenn fá frábær tíðindi – Hedlund verður næstu tvö árin
433
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór um ósætti Stjörnunnar: Mín samskipti við Stjörnuna voru hrein og bein

Jón Þór um ósætti Stjörnunnar: Mín samskipti við Stjörnuna voru hrein og bein