433

Klopp sagði Alexander-Arnold að hann væri á leið á HM

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 21:30

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði Trent Alexander-Arnold frá því að hann væri í enska hópnum fyrir HM í Rússlandi.

Alexander-Arnold var í dag valinn í 23-manna hóp Englands en það var Klopp sem fékk að færa honum fregnirnar.

,,Það var ótrúleg stund fyrir mig þegar ég fann út að ég væri að fara á HM. Sérstaklega svona ungur að aldri,“ sagði Alexander-Arnold.

,,Ég komst að þessu á miðvikudaginn áður en við fórum til Marbella. Stjórinn talaði við mig þegar við vorum að fara í flugvélina.“

,,Hann spurði mig hvort ég vissi eitthvað um hópinn og ég svaraði neitandi. Hann spurði mig svo hvort ég væri með eitthvað planað þegar HM væri í gangi. Ég sagði nei.“

,,Hann sagði mér þá að ég væri í hópnum og ég fylltist af stolti. Það var fallegt af Englandi að leyfa stjóranum að segja mér frá þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018