433

Klopp með sína menn til Marbella

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 11:20

Jurgen Klopp stjóri Liverpool skellti sér í morgun til Marbella þar sem liðið mun æfa næstu daga.

Liverpool er þarna í æfingaferð fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer 26 maí.

Þá mun Liverpool mæta Real Madrid í úrslitaleik í Kænugarði í Úkraínu.

Liverpool hefur verið duglegt að fara í sólina í ferðir á þessari leiktíð og það hefur gefið vel.

Klopp ákvað því að fara með sína menn til Spánar í dag í nokkra daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018