fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

HM í Hljómskálagarðinum og Ingólfstorgi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útsendingar frá HM í knattspyrnu munu fara fram í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi í sumar. Leikir Íslands verða sýndir í Hljómskálagarðinum en allir leikir mótsins á Ingólfstorgi.

Hljómskálagarðurinn og Ingólfstorg verða því hin opinberu HM torg í sumar. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í Hljómskálanum í dag þar sem KSÍ og bakhjarlar þeirra ásamt Reykjavíkurborg kynntu áformin. Þá mun RÚV verða með útsendingar frá HM torgi og með umfangsmikla aðstöðu á staðnum.

Einstök stemning myndaðist á Arnarhóli fyrir tveimur árum þegar strákarnir kepptu á Evrópumótinu í knattspyrnu en til þess að geta tekið á móti þessum fjölda fólks var talið heppilegra að vera í Hljómskálagarðinum með tilliti til stærðar og umhverfis, aðkomu og aðgengismála. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig skipulagi verður háttað í garðinum á meðan útsendingum stendur en þar er m.a. gert ráð fyrir leiktækjum fyrir börn og veitingaaðstöðu.

Bakhjarlar Knattspyrnusambandsins eru N1, Advania, Landsbankinn, Coca Cola, Vodafone og Icelandair

Leikir Íslands verða gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní, gegn Nígeríu í Volgograd 22. júní og Króatíu í Rostov 26. júní.

Fari svo að Ísland komist upp úr riðlinum verða þeir leikir jafnframt sýndir í Hljómskálagarðinum.

„Knattspyrnuhátíðin í miðborginni heldur áfram þetta sumarið og nú tekur HM-torgið við af EM-torgum síðustu ára. Það er auðvitað mikið gleðiefni að við séum í þeirri stöðu á hverju ári að bjóða til annarrar eins knattspyrnuveislu. Samstarf KSÍ, Reykjavíkurborgar og bakhjarla KSÍ hefur verið öflugt og reynsla síðustu ára mun gera okkur kleift að gera enn betur í sumar,“ segir Guðni Bergsson formaður KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“