433

Gerrard fær reynslumikinn markvörð til Rangers

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 18:30

Steven Gerrard, nýr stjóri Rangers, er ekki að bíða eftir neinu og er byrjaður að fá leikmenn til félagsins.

Scott Arfield skrifaði undir samning við Rangers á dögunum en hann hefur verið á mála hjá Burnley.

Gerrard hefur nú fengið annan leikmann til Rangers en það er markvörðurinn Allan McGregor.

McGregor er reynslumikill markvörður en hann var á mála hjá Hull City og gerir nú tveggja ára samning við Rangers.

McGregor var áður á mála hjá Rangers og spilaði yfir 200 leiki en heifur einnig leikið með Besiktas í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af