433

Er Mourinho að reyna að fá Bonucci?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 10:41

Tuttosport á Ítalíu fullyrðir í dag að Jose Mourinho stjóri Manchester United sé að reyna að fá Leonardo Bonucci miðvörð AC Milan.

Ár er síðan að Milan festi kaup á Bonucci frá Juventus. Hann er einn besti miðvörður í heimi.

Bonucci er 31 árs gamall og væri það lausn til skamms tima að kaupa hann.

Mourinho vill styrkja varnarlínu og miðsvæðið sitt í sumar fyrir næstu leiktíð.

Bonucci náði frábærum árangi með Juventus en fór frá félaginu vegna þess að fjölskylda hans vildi komast til Milan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018