433

Dortmund vill ekki Batshuayi – Vilja annan framherja Chelsea

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:00

Michy Batshuayi, leikmaður Chelsea, er líklega ekki í plönum félagsins fyrir næstu leiktíð.

Framherjinn var lánaður til Borussia Dortmund í janúar og byrjaði mjög vel þar sem hann skoraði sjö mörk í 10 deildarleikjum.

Batshuayi sleit hins vegar liðband í ökkla í apríl og verður frá lengi vegna þess og mun ekki fara á HM í sumar.

Samkvæmt Bild þá mun Dortmund ekki reyna við Batshuayi aftur í sumar og vill frekar annan framherja frá Chelsea.

Bild segir að Dortmund ætli að eltast við Alvaro Morata sem hefur verið mikið gagnrýndur á Englandi.

Chelsea gæti verið opið fyrir því að selja Morata sem kom aðeins til félagsins síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af