433

Vieira fékk símtal frá Arsenal en það gladdi hann ekki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 17:49

Arsenal leitar sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að ljóst var að Arsene Wenger myndi láta af störfum.

Mikel Arteta er mest orðaður við starfið en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Manchester City í tvö ár.

Sky Sports segir frá því í dag að Patrick Vieira þjálfari New York City hafi fengið símtal frá Arsenal. Hann var lengi fyrirliði félagsins.

Samkvæmt Sky telur Vieira hins vegar að símtalið hafi aðeins verið af virðingu við hann, það gladdi hann ekki.

Vieira er því ekki að taka við Arsenal en félagið vill klára mál sín sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018