433

Viðar og félagar í góðum málum eftir sigur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:11

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv í góðum sigri á Beitar Jerusalem í kvöld.

Maccabi var í góðum gír í fyrri hálfleik og komst í 3-0 í honum.

Viðar lék fyrstu 77 mínútur leiksins en leiknum lauk með 3-1 sigri liðsins.

Maccabi getur með sigri í síðustu umferð mótsins tryggt sér annað sætið og sæti í Evrópudeildinni.

Ekki er búist við því að framherjinn sem missti af sæti á HM verði áfram hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018