433

Stjarnan lánar Jóhann Laxdal í KFG

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 21:24

Stjarnan hefur lánað bakvörðinn, Jóhann Laxdal í KFG. Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Jóhann tognaði á læri á dögunum og getur hjá KFG komið sér í gang eftir meiðslin.

Stjarnan getur kallað Jóhann til baka frá KFG eftir mánuð.

Bakvörðurinn tognaði í leik gegn KR á dögunum en Stjarnan hefur byrjað illa í Pepsi deldinni.

Stjarnan er með tvö stig eftir þrjá heimaleiki í Pepsi deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018