433

Souness rauk úr beinni útsendingu hjá Sky

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 09:12

Graeme Souness sérfræðingur Sky Sports var alveg brjálaður í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni á sunnudag.

Souness var þar mættur að ræða um leik Liverpool og Brighton.

Hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðun sinni og vildi koma ýmsu fram en fékk það ekki.

Sá sem stjórnaði útsendingunni tók hins vegar orðið nokkrum sinnum af Souness og það sauð á honum.

,,Ég þarf þetta ekki, þú hefur tekið orðið fjórum sinnum af mér,“ sagði Souness þegar hann rauk úr útsendingunni.

Gary Neville kom því og hljóp í skarðið og var með Thierry Henry síðasta hálftímann í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018