433

Salah er ekki bestur að mati Ander Herrera

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 15:11

Ander Herrera miðjumaður Manchester United segir að Eden Hazard leikmaður Chelsea sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Að mati flestra er það Mohamed Salah leikmaður Liverpool en því er sá spænski ekki sammála.

Hazard hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mörg ár.

,,Að mínu mati er Hazard besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Herrera.

,,Ég hef alltaf haldið því fram að hann sé sá besti, frá því að ég kom hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018