433

Pepsi deild kvenna: Blikar áfram með fullt hús stiga – Stjarnan og Valur með sigra

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 21:10

Fjórum leikjum í Pepsi deild kvenna var að ljúka en Breiðablik er áfram með fullt hús stiga eftir sigur á grönnum sínum í HK/Víkingi.

Valur vann öruggan sigur er liðið hélt til Grindavíkur þar sem Elín Metta Jensen skoraði meðal annars úr vítaspyrnu.

FH vann sigur á KR er liðið fór í heimsókn í Vesturbæinn. Þá vann Stjarnan nauman sigur á Selfoss.

Úrslit kvöldsins eru hér að neðan.

HK/Víkingur 1 – 2 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (’32)
0-2 Fjolla Shala (’36)
1-2 Kristina Maureen Maksuti (’67)

KR 1 – 2 FH
0-1 Marjani Hing-Glover (’42)
1-1 Tijana Krstic (’58)
1-2 Hugrún Lilja Ólafsdóttir (’65, sjálfsmark)

Grindavík 0 – 3 Valur
0-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir (‘6)
0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir (’14)
0-3 Elín Metta Jensen (’66, víti)

Stjarnan 1 – 0 Selfoss
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (’22)

Markaskorarar frá Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018