433

KA og ÍBV hafa fengið samþykkt tilboð í Guðjón Pétur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 09:25

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld og má búast við talsverðu fjöri í dag.

Guðjón Pétur Lýðsson hefur fengið leyfi frá Val til að fara frá félaginu, hann er ósáttur í herbúðum liðsins.

Ed­vard Börk­ur Ed­vards­son, formaður meist­ara­flokks­ráðs karla hjá Val, staðfesti við Morg­un­blaðið seint í gær­kvöldi að fé­lagið hefði samþykkt til­boð tveggja fé­laga í leik­mann­inn; bikar­meist­ara ÍBV og KA

Fleiri lið reyna hins vegar að fá Guðjón en Breiðablik og KR eru þar á meðal samkvæmt heimildum 433.is.

Líklegt er að Valur setji nokkuð háan verðmiða á Guðjón en hann verður líklega í kringum 2-3 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018