433

Joe Hart fær ekki að fara á HM – Liðsfélagi Jóhanns fær sæti hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 11:15

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Joe Hart markvörður Manchester City hafi í gær fengið símtal frá Gareth Southgate þjálfara Englands.

Þar ku þjálfarinn hafa tjáð Hart að hann gæti farið að koma sér í sumarfrí, hann yrði ekki í HM hópi Englands.

Hart var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð en búist var við að hann yrði í HM hópnum.

Southgate ætlar hins vegar að fara með Nick Pope markvörð Burnley sem þriðja markvörð.

Hann mun keppast við Jack Butland og Jordan Pickford en búist er við að Pickford verði fyrsti kostur í búrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018