433

Gylfi fær nýjan stjóra – Stóri Sam verður rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 10:30

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton mun fá nýjan knattspyrnustjóra í sumar.

Ronald Koeman var stjóri Everton sem keypti Gylfa fyrir tæpu ári síðan.

Koeman var fljótlega rekinn úr starfi og við tók Sam Allardyce, Stóri Sam.

Stuðningsmenn Everton þola flestir ekki Allardyce og hugmyndir hans um fótbolta.

Sky Sports segir því að Allardyce verði rekinn úr starfi á allra næstu klukkustundum.

Marco Silva er mikið orðaður við starfið ásamt fleirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af