433

Chamberlain fékk stuðningsmann Liverpool til að gráta – Hann og sonur hans fá að upplifa drauminn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 14:30

Alex Oxlade-Chamberlain miðjumaður Liverpool hefur tengst tveimur stuðningsmönnum félagsins afar vel.

Joe Jaggar og sonur hans, Bobbi sem er fjögurra ára hafa náð að heilla Chamberlain.

Chamberlain gaf þeim treyjuna sína eftir sigur á Manchester City á dögunum. Nú hefur hann svo boðið þeim á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Chamberlain sem getur ekki spilað vegna meiðsla frétti af því að Jagger og Bobbi væru í veseni að redad sér miðum á úrslitin gegn Real Madrid.

Hann græjaði því tvo miða. ,,Þetta er ótrúlegt, við fengum skilaboð á föstudag og ég var orðalaus. Ég fór að gráta þegar ég las þetta,“ sagði Jaggar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af