433

Alexander framlengir við Breiðablik en er lánaður í Ólafsvík

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 12:52

Miðjumaðurinn efnilegi Alexander Helgi Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka keppnistímabilsins 2019.

Á sama tíma var hann lánaður tímabundið í Víking Ó og mun hann spila næsta leik með Ólafsvíkingunum í Inkasso-deildinni.

Alexander Helgi sem er 22 ára gamall hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.

Alexander Helgi fór ungur að árum til Az Alkmaar í Hollandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann næði að láta til sín taka hjá félaginu. Hann snéri aftur til Blika árið 2016 en er fyrst núna að ná sér á strik. Alexander Helgi á að baki 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af