433

Sunderland veit ekki hvar Rodwell er en hann þénar 73 þúsund pund á viku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 14:35

Chris Coleman stjóri Sunderland veit ekki hvar Jack Rodwell er en hann er ekki að mæta á æfingar hjá Sunderland.

Coleman og félagar eru fallnir niður í þriðju efstu deild og er samningur Rodwell enn í gangi.

Rodwell þénar 73 þúsund pund á viku en Sunderland hefur mikið reynt að rifta samningi hans.

Hann hefur ekkert spilað síðan fyrir áramót.

,,ÉG veit ekki hvar Jack er, ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Coleman.

,,Ég er ekki viss um að hann sé í formi til að spila, hann er ekki að fara að taka þátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018