433

Zaha með áhugaverð ummæli um dvöl sína hjá United

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 16:11

Wilfried Zaha, sóknarmaður Crystal Palace hefur verið magnaður á þessari leiktíð.

Hann er kominn með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 26 leikjum fyrir Palace á tímabilinu og hefur verið langbesti leikmaður liðsins.

Zaha hefur verið sterklega orðaður við stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar að undanförnu en hann spilaði með Manchester United á árunum 2013 til 2015 þar sem lítið gekk upp hjá honum.

„Ég var ungur þegar að ég var hjá United, ég vissi ekki hverju ég átti von á og kunni engan veginn að haga mér,“ sagði Zaha.

„Ég var bara strákur sem vildi taka menn á, ég var ekkert að hugsa um að verjast og mér var í raun alveg sama um varnarleikinn.“

„Núna er ég orðinn eldri og ég sé hlutina öðruvísi. Ég hef bætt mig mikið og ég hef þroskast sem einstaklingur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018