433

Sanchez með skot á Arsenal – Mætir sínu gamla félagi um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 15:57

Alexis Sanchez leikmaður Manchester United er með létt skot á sitt gamla félag, Arsenal fyrir leik liðanan um helgina.

Sanchez gekk í raðir United í janúar og eftir erfiða tíma hefur hann aðeins verið að finna taktinn.

Hann segir söguna miklu merkilegri hjá United og að félagið stefni hátt á næsta ári.

,,Þetta er allt öðruvísi hérna,“ sagði Sanchez um dvöl sína hjá United.

,,United er félag með miklu meiri sögu og vill vinna titla á hverju ári.“

,,Við viljum bæta okkur, United er stórt félag. Ég er að aðlagast félaginu og er spenntur fyrir því að gefa allt í hlutina á næstu leiktíð. Markmiðið er að vinna allt sem er í boði þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018