433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Neville segir Mourinho að losa sig við þá sem hafa slæmt viðhorf

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 09:30

Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United ráðleggur Jose Mourinho stjóra Manchester United það að losa sig við þá leikmenn félagsins sem hafa ekki nógu gott hugarfar.

Jose Mourinho hefur flaggað þessu vandamáli bæði fyrir og eftir tapið gegn West Brom um helgina.

Ensk blöð segja líkur á að Mourinho selji Anthony Martial og Paul Pogba i sumar.

,,Ég sá þetta tap ekki koma, þetta var slæmur dagur fyrir United. Liðið hefur reynt að koma í veg fyrir svona frammistöðu á þessari leiktíð,“ sagði Neville.

,,Mourinho talar um viðhorf og stöðuleika, hann þarf að finna þá sem búa til þessi vandamál og losa sig við þá. Ég held að liðið selji þrjá eða fjóra núna og sama tala komi inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af