433

433
Laugardagur 21.apríl 2018
433

City sleppur við félagaskiptabann

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 11:03

Íþróttadómstóll hefur úrskuraðað að Manchester City hafi ekki gert neitt ólöglegt þegar félagið fékk Benjamin Garre ungan leikmann frá Argentínu fyrir tveimur árum.

City gekk frá samningi við Garre nokkrum dögum eftir að hann varð 16 ára gamall en félag hans í Argentínu segir félagið hafa farið ólöglega að.

Þessu var dómstóllinn ekki sammála og sagði City saklaust.

Félagið þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að fara í félagaskiptabann eins og hefði getað orðið.

City mun styrkja liðið sitt vel í sumar til að reyna að halda sér á toppnum í Englandi en liðið varð meistari um liðna helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af