433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Stóru mennirnir í aðalhlutverki í jafntefli West Ham og Stoke

Bjarni Helgason skrifar
Mánudaginn 16. apríl 2018 21:06

West Ham 1 – 1 Stoke
0-1 Peter Crouch (79′)
1-1 Andy Carroll (90′)

West Ham tók á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefl.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur og tókst hvorugu liðinu að skapa sér afgerandi marktækifæri.

Það var svo Peter Crouch sem opnaði markareikninginn fyrir gestina á 79. mínútu áður en Andy Carroll jafnaði metin fyrir West Ham með marki í uppbótartíma og lokatölur því 1-1.

West Ham er komið í fjórtánda sæti deildarinnar með 35 stig en Stoke City er í nítjánda sætinu með 28 stig, nú sex stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af