fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Sjáðu myndirnar: Tvær útfærslur sem koma til greina ef nýr Laugardalsvöllur verður byggður

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur sem ríkið og Reykjavíkurborg skipaði 11. janúar sl. um uppbyggingu Laugardalsvallar hefur nú skilað af sér niðurstöðum. Hópurinn fór yfir hugmyndir um þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu.

Þá hefur ríkisstjórn, borgarráð og stjórn KSÍ samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd. Undirbúningi fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar skal lokið fyrir lok árs 2018.

Nefndin skilaði af sér tveimur hugmyndum um hvernig útfærslurnar gætu orðið.

Annars vegar er um að ræða knattspyrnuvöll sem myndi taka 17 þúsund áhorfendur og myndi kosta á bilinu 8-11 milljarða. Um væri að ræða stúku allan hringinn.

Síðan er um að ræða 20 þúsund manna fjölnota leikvang sem væri með þaki yfir völlinn.

Búist er við að ákvörðun um hvort farið verði í framkvæmdir liggi fyrir í lok árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer