433

433
Laugardagur 21.apríl 2018
433

Samlandi Salah hvetur hann til þess að fara til Real Madrid

Bjarni Helgason skrifar
Mánudaginn 16. apríl 2018 20:19

Mido, fyrrum framherji egypska landsliðsins vill að Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool fari til Real Madrid í sumar.

Mido spilaði 51 landsleik fyrir Egypta á sínum tíma en segir að Salah sé besti leikmaur Egypta frá upphafi.

Salah var á skotkónum í 3-0 sigri Liverpool á Bournemouth um helgina og hefur nú skorað 40 mörk fyrir félagið á þessari leiktíð.

„Real Madrid vill fá hann og það hafa allir séð hversu slakir þeir Gareth Bale og Karim Benzema hafa verið á þessari leiktíð,“ sgði Mido.

„Ég óttaðist það að Salah myndi mistakast hjá Liverpool en hann hefur sýnt að hann er tilbúinn að spila í hæsta gæðaflokki. Real Madrid er félag sem myndi nýta styrkleika hans vel.“

„Það verða eflaust einhverjir Egyptar ósammála mér en ég tel að hann sé besti leikmaður í sögu Egyptalands. Hann er líka með hausinn rétt skrúfaðan á, ólíkt mér,“ sagði Mido að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af