433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Myndir. Stuðningsmaður United svaf værum blundi á Old Trafford

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Mánudaginn 16. apríl 2018 10:01

Manchester United sá til þess að í gær varð Manchester City enskur meistari. United tók á móti West Brom á heimavelli, slakasta liði ensku úrvalsdeildarinnar.

City vann Tottenham í fyrradag og með tapi United í gær er liðið orðið enskur meistari þegar fimm leikir eru eftir. United átti afar slakan leik í gær en í fyrri hálfleik hefði liðið átt að fá vítaspyrnu þegar brotið var á Ander Herrera.

Liðið spilaði hins vegar einn af sínum slakari leikjum í vetur og það kom í bakið á þeim á 73 mínútu leiksins þegar Jay Rodriguez tryggði sigur gestanna. Sigur City í deildinni því staðreynd en liðið hefur haft rosalega yfirburði.

Einn stuðningsmaður Manchester United svaf værum blundi á Old Trafford í gær á meðan liðið hans spilaði afar leiðinlegan fótbolta.

Mynd af því er hér að neðan en ekki fylgir sögunni hvort að sá gamli hafi verið búinn að staupa sig fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af