433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Juventus hefur áhuga á bakverði Atletico Madrid

Bjarni Helgason skrifar
Mánudaginn 16. apríl 2018 16:39

Juventus vill fá Filipe Luis, vinstri bakvörð Atletico Madrid en það er Gazetta dello Sport sem greinir frá þessu.

Luis er lykilmaður í liði Atletico Madrid en hann kom aftur til félagsins frá Chelsea árið 2015.

Chelsea keypti hann af Atletico Madrid árið 2014 en hann var magnaður, tímabilið 2013-14 þegar Atletico varð Spánarmeistari.

Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar, vorið 2014 þar sem að liðið tapaði gegn Real Madrid.

Verðmiðinn á leikmanninum er í kringum 20 milljónir punda en Alex Sandro, bakvörður Juventus hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af