fbpx
433

Dele Alli kemur Harry Kane til varnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 16:25

Dele Alli, miðjumaður Tottenham hefur komið Harry Kane, framherja liðsins til varnar.

Kane var talsvert gagnrýndur á dögunum fyrir mark sem hann fékk skráð á sig í 2-1 sigri liðsins gegn Stoke.

Markið var upphaflega skráð á Eriksen en Tottenham kærði það til markanefndar úrvalsdeildarinnar sem breytti úrskurði sínum og skráði markið á Kane.

„Harry Kane er ótrúlegur framherji og það má ekki gleymast að hann snerti boltann sem þýðir að hann á markið,“ sagði Alli.

„Allir framherjar eiga að eigna sér mörk, ef þeir snerta boltann. Ef þetta hefði verið ég sem hefði átt snertinguna þá hefði ég alltaf beðið um að fá markið skráð á mig.“

„Hann þarf að láta þessa umræðu sem vind um eyrun þjóta. Hann veit hversu góður hann er og það vita flestir sem fylgjast með fótbolta,“ sagði Alli að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís
433
Fyrir 4 klukkutímum

Stjarnan og KA skildu jöfn

Stjarnan og KA skildu jöfn
433
Fyrir 5 klukkutímum

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk
433
Fyrir 5 klukkutímum

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu
433
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks