433

433
Laugardagur 21.apríl 2018
433

Theodór Elmar byrjaði í mikilvægum sigri

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 13:01

Theódór Elmar Bjarnason var á sínum stað í byrjunarliði Elazigspor er liðið mætti Adana Demirspor í næst efstu deild Tyrklands í dag.

Elmar gekk í raðir félagsins síðasta sumar og hefur spilað afar vel með liðinu.

Elazigspor vann 2-1 sigur í dag og var sigurinn afar mikilvægur fyrir liðið.

Elazigspor er nú aðeins tveimur stigum frá sæti í umspili um sæti í efstu deild.

Þrjár umferðir eru eftir af deildinni en Elmar er að berjast um að komast í HM hóp Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af