433

433
Laugardagur 21.apríl 2018
433

Mbappe, Thiago og De Ligt allir á leið til City?

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 09:45

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.

Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.

———–’

Manchester City mun reyna að kaupa Kylian Mbappe frá PSG í sumar ef félagið hefur brotið reglur FIFA um fjármuni. (Mirror)

City vill líka fá Thiago Alcantara frá Bayern. (Mail)

City er líklegast til að fá Matthijs de Ligt 18 ára miðvörð Ajax. (Mirror)

Brendan Rodgers er einn af fjórum sem kemur til greina sem næsti stjóri Chelsea. (Express)

Chelsea vill fá Robert Lewandowski framherja FC Bayern. (Star)

Manchester United íhugar að kaupa Harry Maguire miðvörð Leicester í sumar. (People)

United gæti barist við City um Fred miðjumann Shaktar Donetsk. (Express)

Jose Mourinho hefur áhuga á Kieran Tierney bakverði Celtic. (ESPN)

Steven Gerrard gæti tekið við Ipswich. (Sun)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af