433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Guardiola segir að Sterling muni verða einn af þeim bestu í heimi

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 11:20

Pep Guardiola stjóri Manchester City er ekki í nokkrum vafa um að Raheem Sterling muni á endanum verða einn af þeim bestu í heimi.

Sterling skoraði eitt í 1-3 sigri á Tottenham í gær í ensku úrvalsdeildinni.

Það er þó eitt sem Sterling þarf að bæta og það veit Guardiola.

,,Um leið og hann fer að klára færin sín betur þá verður hann einn besti leikmaður í heimi. Hann klikkaði á tveimur dauðafærum gegn United, hann klikkaði á dauðafæri gegn Spurs,“ sagði Guardiola.

,,Um leið og þetta verður betra þá verður hann einn af þeim bestu. Hann er svo snöggur, hann er frábær einn á móti einum. Hann er frábær drengur.“

,,Hann opnar allar varnir, hann hefur verið miklu betri en á síðustu leiktíð og þarf að halda svona áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af