433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Gott gengi Newcastle heldur áfram – Höfðu betur gegn Arsenal

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:20

Newcastle heldur áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir en liðið tók á móti Arsenal í dag.

Gestirnir frá Lundúnum komust yfir með marki frá Alexandre Lacazette snemma leiks.

Það var hins vegar Ayoze Perez sem jafnaði fyrir gestina áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Það var svo komið að Matt Ritchie í síðari hálfleik en hann tryggði Newcastle 2-1 sigur.

Newcastle er í tíunda sæti deildarinnar með 41 stig en Arsenal í því sjötta með 54 stig, aðeins tveimur stigum meira en Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af