433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Ekkert gengur hjá Guðlaugi í Sviss

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 16:28

Guðlaugur Victor Pálsson var að venju með fyrirliðabandið er FC Zurich mætti Young Boys í Sviss í dag.

Young Boys er á toppi deildarinnar og vann 1-0 sigur á Zurich í dag.

Eftir að hafa verið á fínu skriði hefur Zurich sem eru nýliðar í deildinni misst flugið.

Liðið hefur ekki unnið nema tvo af síðustu tólf deildarleikjum sínum.

Liðið situr í fimmta sæti og er með 37 stig eftir 29 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af