433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Áhugaverð skilaboð frá Zlatan – Miklar líkur á að ég spili á HM

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:50

Zlatan Ibrahimovic framherji LA Galaxy hefur sent frá sér áhugaverða Twitter færslu.

Framherjinn var á skotskónum gegn Chicago Fire í gær og hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum fyrir sitt nýja félag.

Zlatan hætti með landsliðinu eftir Evrópumótið í Frakklandi, síðan að Svíþjóð tryggði sig inn á HM hefur mikið verið rætt um hvort Zlatan snúi aftur.

Hann fer langt með að staðfesta það að hann ætli sér með.

,,Líkurnar á að ég spili á HM eru mjög miklar,“ skrifar Zlatan á Twitter í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af