433

433
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
433

Milner með skot á enska sambandið – Salah með þrennu í dag

Hörður Snævar Jónsson skrifar
Laugardaginn 14. apríl 2018 21:30

Lærisveinar Jurgen Klopp í Liverpool eru á flugi og er erfitt að stoppa liðið um þessar mundir.

Bournemouth var fórnarlamb Liverpool í dag þegar liðið heimsótti Anfield í Bítlaborginni. Það var hinn eldfljóti Sadio Mane sem kom Liverpool yfir eftir sjö mínútna leik.

Liverpool ógnaði áfram en það var ekki fyrr en hinn ótrúlegi, Mohamed Salah kom Liverpool í 2-0 sem taugarnar hjá Klopp róuðust.

Salah sem hefur verið magnaður á sínu fyrsta tímabili á Anfield skoraði mark sitt á 69 mínútu leiksins. Það var síðan Roberto Firmino sem fullkomnaði daginn með þriðja marki Liverpool á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Salah hefur skorað 30 deildarmörk en samkvæmt Milner eru þau 32. Hann skaut létt á enska knattspyrnusambandið í dag, sem að margra mati gaf Harry Kane eitt mark á dögunum.

,,Önnur þrenna hjá Mo í dag, er bara að bíða eftir því að nefndin staðfesti hin tvö,“ skrifaði Milner á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af