433

Pep Guardiola: Við gleymdum að sækja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 22:29

Manchester City tók á móti Basel í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Gabriel Jesus kom City yfir á 8. mínútu en það voru þeir Mohamed Elyounoussi og Michael Lang sem skoruðu mörk Basel í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri City og enska liðið fer því örugglega áfram í 8-liða úrslitin, samanlegt 5-2.

Pep Guardiola, stjóri City var svekktur með að tapa á heimavelli í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en í síðari hálfleik gleymdum við að sækja. Þegar að við færum boltann á milli manna gerum við það til þess að sækja á andstæðing okkar en við vorum ekki að gera það í kvöld,“ sagði stjórinn.

„Seinni hálfleikurinn hjá okkur var afar slakur. Það er ekki auðvelt að spila með 4-0 forystu. Við ræddum það fyrir leik og í fyrri hálfleik sýndum við það að við vildum vinna leikinn, við sköpuðum helling og vorum öflugir.“

„Eftir að þeir jafna þá fórum við bara að senda boltann á milli manna og það er ekki fótbolti,“ sagði Guardiola að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Karius í viðræðum við félag – Gengur lítið hjá Arsenal

Karius í viðræðum við félag – Gengur lítið hjá Arsenal
433
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid í engum vandræðum í fyrsta leik

Real Madrid í engum vandræðum í fyrsta leik
433
Fyrir 18 klukkutímum

Bætti markamet sitt frá síðustu leiktíð í fyrsta leik

Bætti markamet sitt frá síðustu leiktíð í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ed Sheeran fékk loksins að hitta Guð

Ed Sheeran fékk loksins að hitta Guð
433
Fyrir 20 klukkutímum

Pogba óánægður með sig og liðið: Áttum ekkert skilið

Pogba óánægður með sig og liðið: Áttum ekkert skilið
433
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir
433
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp
433
Í gær

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn