fbpx
433

Mauricio Pochettino: Við áttum skilið svo miklu meira

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 22:24

Tottenham tók á móti Juventus í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Heung-Min Son kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik en þeir Gonzalo Higuain og Paulo Dybala skoruðu fyrir Juventus í síðari hálfleik og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Juventus fer því áfram í 8-liða úrslitin, samanlagt 4-3.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var að vonum svekktur með að vera úr leik í Meistaradeildinni í ár.

„Á þremur mínútum fengum við á okkur tvö mörk eftir mistök og það er ástæðan fyrir því að við erum úr leik,“ sagði Pochettino.

„Við áttum meira skilið út úr þessum viðureignum og við spiluðum frábæran fótbolta í kvöld. Við erum að þroskast sem lið og hluti af því að þroskast snýst um að tapa leikjum líka en auðvitað erum við vonsviknir.“

„Við sköpuðum mikið af færin en það eru mörkin sem telja í fótbolta og við skoruðum ekki nægilega mörk og fengum á okkur mörk í staðinn. Þeir ógnuðu marki okkar þrisvar og skora tvisvar sinnum.“

„Ég er gríðarlega vonsvikinn en við töpuðum gegn frábæru liði. Þetta eru leikirnir sem við viljum spila og þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn
433
Fyrir 9 klukkutímum

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram
433
Fyrir 9 klukkutímum

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd
433
Fyrir 10 klukkutímum

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð
433
Fyrir 10 klukkutímum

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný
433
Fyrir 11 klukkutímum

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“